Hverju breytir þetta

Ég ákvað að skoða aðeins greiðsluseðla íbúðarlánanna minna. Það kom í ljós að núna 1. okt er afborgun númer 48/480. Ég er semsagt búinn að borga 10% af öllum þeim seðlum sem munu koma vegna lánsins sem ég sló vegna íbúðarkaupa minna.

Fyrir 4 árum stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa eða leigja húsnæði. Ég átti 4 millur sem átti að vera góð útborgun og ég valdi mér á endanum íbúð sem kostaði mig 18,65 millur eftir samningaþras.

Ég sló 2 lán 1 til 40 ára frá íbúðarlánasjóði sem mátti ekki lána meira en brunabótamatið.

balnasjur

 

  og annað frá SPRON til 20 ára sem mátti lána það sem vantaði upp í 90% af kaupverði.

 

 Í heildina eru þetta lán upp á 15 millur í nafnverði. Þetta þýðir að ég á 3,65 millur í hreinni eign í íbúðinni minni þegar ég kaupi hana. Restin af 4 milljónunum fór í lántökukostnað ofl. 

En í dag eftir að áfallnar verðbætur eru komnar yfir 6 milljónir geri ég ekki ráð fyrir að eiga krónu í íbúðinni og í raun tel ég mig vera með neikvætt eigið fé bundið í íbúðinni. 

Nú þegar 10% lánstímans er liðinn er ég búinn að greiða 4,2% af upprunalega höfuðstólnum á stóra láninu.

 Og þegar 20% lánstímans af litla láninu er liðinn er ég búinn að greiða rétt tæp 14% af upprunalega höfuðstól lánsins. 

Á þessum 4 árum hafa þó höfuðstólarnir hækkað um 6 millur.

Nú ætla þeir að færa aftur greiðslubyrðina niður um 17 mánuði. Ég er ekki alveg klár á því hversu marga þúsundkalla í svigrúm ég fæ við það en mig langar að spyrja að einu.

Nú er greiðslubyrði stóra lánsins 77.600kr á mánuði. Þar af eru 12.200kr sem fara í að greiða niður höfuðstól og restin eru vextir og verðbætur. 

Þarf ég að lengja lánstímann til þess að minka greiðslubyrðina eða munu verðbæturnar frá því í mai 2008 verða afskrifaðar?

Nú er ég búinn að vera í háskólanámi í 3 af þeim 4 árum sem ég hef átt þessa íbúð. Þar af leiðandi hef ég ekki haft neitt aukalega á milli handanna til þess að greiða niður höfuðstól. Þó er ég búinn að greiða allla gjaldaga samviskusamlega. En ég hefði getað verið í helvíti dýrri leiguíbúð en samt brennt minni pening í vitlausu en í þessi 2 íbúðarlán.

Ég er kannski ekki í mikilli neyð, get ennþá greitt þó það verði þyngra og þyngra með hverjum mánuði en mér finnst rétt að fá leiðréttingu á eignarhaldi frekar en leiðréttingu á greiðslubyrði.

En ég er allavega reynslunni ríkari. Ég mun aldrei aftur taka verðtryggt annuitets lán. Það er eitthvað að ef eina leiðin til að komast í húsnæði sem maður hefur efni á er að taka slíkt fátækrargildrulán.

Kveða 

Reiður Skuldari.


mbl.is Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tryggvi, það er tvennt við þetta:  1. Hvað borgaðir þú mikið af þessum lánum fyrir tveimur árum?  2.  Ert þú með lánin nú þegar í greiðslujöfnun?

Höfum eitt á hreinu, að hjá fjölmörgum er hækkun greiðslu af lánum ekki svo mikil.  Verðbæturnar bætast jú á höfuðstólinn og hækka því fyrst og fremst vextina.  Til þess að losna við þessa hækkun vaxta, þá verður að leiðrétta höfuðstólinn.

Marinó G. Njálsson, 28.9.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Tryggvi Þórhallsson

Engin greiðsluaðlögun enþá hjá mér ég er að borga skv upprunalegu skilmálunum.

Tryggvi Þórhallsson, 28.9.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband